OKKAR ÞJÓNUSTA

PÖKKUN OG GEYMSLA

Við getum pakkað og sett í geymslu fyrir þig.

LAGERHÝSING

Ertu með verslun? Við getum hýst lagerinn þinn!

SÆKJA OG FLYTJA

Láttu okkur flytja vöruna fyrir þig hratt og örugglega.
Ekki klár hvaða geymslustærð hentar best fyrir þig?

ÞANKAGANGUR TRAUSTA

Bílskúrinn, einu sinni var hann tómur með gljáandi gólf og bar fyrirheit um stífbónaðann bíl og vel við haldið - þar var nú hægt að eiga góðar stundir við dútl og dundur, allt haganlega fyrir komið og upphengt.. En hvað gerðist, bílskúrinn orðinn fullur út að dyrum- orðinn að alsherjar geymslu fyrir allt dótið sem ekki má henda eða selja, allt bráðnauðsynlegt þegar kallið kemur, en á meðan er bíllinn útskúfaður og stendur hnípinn og ílla bónaður fyrir utan bílskúrshurðina - ekki sjens að koma honum inn.. Kannast einhver við þetta ? Eða háaloftið - maður lifandi.. Dótið þar uppi hefur sjálfstætt líf, fjölgar sér á ógnarhraða og ekki sjens að vita með vissu hvað er þarna geymt..

Þetta þekkja flestir, og þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá gefst ekki tími til að fara yfir dótið, henda því sem henda má og geyma það sem geyma þarf. Einu sinni var - eða er.. Góð glæsileg geymsla er kannski það sem þarf..

Trausti Húsvörður