HVAR ERU GLÆSIGEYMSLUR ?

Glæsigeymslur eru í kjallara Glæsibæjar. Inngangur er í bílakjallara.

ERU GEYMSLURNAR UPPHITAÐAR OG LOFTRÆSTAR?

Já – Glæsigeymslur eru með upphitað húsnæði, lýsing eins og best verður á kosið og með öflugu loftræstikerfi. Öflugt brunavarnakerfi með sprinkler kerfi er í húsnæðinu.

HVERNIG TEK ÉG GEYMSLU Á LEIGU?

Best er að skoða vel geymslustærðir og finna þá sem hentar þér. Þú getur síðan „bókað“ geymslu – en engin skuldbinding er á því stigi. Sendu okkar umbeðnar upplýsingar og síðan verður haft samband við þig í kjölfarið. Þá er farið yfir málin og samningur gerður.

ER LÁGMARKS- EÐA HÁMARKSLEIGUTÍMI?

Skemmsti leigutími er einn mánuður. Hægt er að taka Glæsigeymslu á leigu hvenær sem er, en leiga miðast við mánaðarmót. Ef t.d. samningsdagur sé 14.janúar, þá greiðast 31-14=17 dagar fyrir janúar og síðan uppgefin mánaðarlega eftir það
Það er enginn hámarksleigutími. Hvað er innifalið í leiguverðinu?

HVERNIG FER GREIÐSLA FRAM? – ÞARF AÐ VERA KREDITKORT?

Nei kreditkort er ekki skilyrði. Þú getur fengið greiðsluseðil sendan í heimabanka mánaðarlega.

FÆ ÉG AFSLÁTT EF ÉG STAÐGREIÐI EÐA GERI SAMNING TIL LENGRI TÍMA?

6 mánaða samningur, greitt með kreditkorti mánaðarlega - 5% afsláttur - 12 mánaða samningur, greitt með kreditkorti mánaðarlega - 10% afsláttur - 6 mánuðir staðgreiddir 15% afsláttur - 12 mánuðir staðgreiddir 25% afsláttur - Einnig er veittur afsláttur ef leigðar eru fleiri en ein geymsla.

ÞARF AÐ GREIÐA FYRIRFRAM LEIGU EÐA TRYGGINGU?

Við samning er farið fram á fyrsta mánuðinn greiddan – og andvirði mánaðarleigu í tryggingu Inneign/trygging er endurgreidd í lok samnings.

HVAÐ ER INNIFALIÐ Í LEIGUVERÐI?

Allur kostnaður af rekstri húsnæðisins er innifalinn. Hiti, rafmagn, brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, eftirlitsmyndakerfi og fleira. Leiga hjá Glæsigeymslum er undanþegin VSK.

ERU TRYGGINGAR INNIFALDAR?

Nei, tryggingar eru ekki innifaldar í leigu. Hins vegar gerum við hvað við getum til að minnka hættu á tjóni. Við erum með brunavarnakerfi, þjófavarnarkerfi, eftirlitmyndavélar með upptöku, vatnslekaviðvörunarkerfi og fleira. Við bendum þér á að hafa samband við tryggingarfélagið þitt og athuga hvort þú getir tryggt – eða bætt innihaldi geymslunnar inn í t..d. heimilistryggingu án aukakostnaðar.

HVENÆR KEMST ÉG Í GEYMSLUNA MÍNA?

Við samning færðu aðgangskort og kóða – þú kemur bara þegar þér hentar

HVERNIG LÆSI ÉG DÓTIÐ MITT INNI?

Þú kemur með hengilás – eða við sköffum þér einn. Leigutaka er í sjálfsvald sett hvort eintak af lykli sé geymt hjá Glæsigeymslum eður ei..

GET ÉG LEYFT ÖÐRUM AÐ KOMAST Í GEYMSLUNA MÍNA?

Já – þú færð eitt stk. aðgangskort og kóða sem passar, við samning. Það er alfarið á ábyrgð leigutaka að lána kort og kóða til þriðja aðila. Einnig er hægt að fá aukakort og kóða hjá Glæsigeymslum

HVAÐ ER UPPSAGNAFRESTURINN LANGUR?

Uppsagnarfrestur er að lágmarki 1 mánuður. T.d. ef samningur er gerður 14. janúar og ef leigutaki vill slíta samningi 14. mars, þá þarf uppsögn að berast fyrir 14. febrúar.
Sé hins vegar gerður bindandi leigusamningur t.d í 1 þá verður leigusamningurinn virkur út binditímann.
Uppsögn á leigusamningi þarf að vera skrifleg, og má senda með tölvupósti á netfangið uppsogn@glæsigeymslur.is

HVAÐ GERIST EF ÉG BORGA EKKI LEIGUNA?

Ef leiga er ekki greidd á eindaga, þá er krafan send til innheimtu. Ef um langvarandi vanskil er að ræða, þá áskilja Glæsigeymslur sér rétt til að losa geymsluna, farga innihaldi hennar og leigja öðrum geymsluna. Rýming af þessu tagi er þó ekki framkvæmd nema eftir margvíslegar aðvaranir. En það er að sjálfsögðu best fyrir alla að halda leigugreiðslum alltaf í fullum skilum. Ef þú ert í minnsta vafa þá skaltu hafa strax samband við okkur. Leiguskilmálarnir útskýra þetta atriði og mörg önnur ítarlega. Við hvetjum þig til að kynna þér þá vel áður en þú skrifar undir leigusamning.

EF ÉG HEF AÐRAR SPURNINGAR EN HÉR ER SVARAÐ - HVERT Á ÉG AÐ SNÚA MÉR?

Best er að senda okkur tölvupóst á netfangið info@glæsigeymslur.is